„Söngurinn göfgar og glćđir“
Karlakórinn Drífandi var stofnađur á vordögum 2001. Stofnun kórsins er rakin til ţess er nokkrir karlar voru beđnir um ađ syngja á samkomu Félags harmonikkuunnenda á Hérađi. Ţeir héldu hópinn og kölluđu til sín fleiri söngmenn og úr varđ Karlakórinn Drífandi. Ríflega 30 félagar eru í kórnum í dag frá Fljótsdalshérađi, Vopnafirđi og Fjarđabyggđ.

Karlakórinn Drífandi hefur haldiđ tónleika á Fljótsdalshérađi, Eskifirđi, Borgarfirđi eystra, Vopnafirđi, Ţórshöfn og Akureyri. Af verkefnum síđasta starfsárs má nefna ađ voriđ 2006 unnu Drífandi, Karlakórinn Ţrestir, Karlakór Akureyrar-Geysir og Karlakór Siglufjarđar, saman ađ verkefni sem lauk međ sameiginlegum tónleikum kóranna í Glerárkirkju á Akureyri. Áđur höfđu Drífandi og Karlakór Akureyrar-Geysir haldiđ tónleika á Egilsstöđum og Eskifirđi. Drífandi hélt vetrartónleika í nóvember 2006 og tók ţátt í sýningunni “Dýriđ í mér”, í Sláturhúsinu á Egilsstöđum, skömmu síđar. Eitt af verkefnum Karlakórsins Drífanda voriđ 2007 eru tónleikar undir yfirskriftinni „Á heimaslóđum“, ţar sem flutt verđa verk eftir austfirsk ljóđ- og tónskáld.

Tónleikahald á jólum er jafnan fastur liđur í starfi Drífanda, sem og árlegir vortónleikar og er ţá fariđ í söngferđir á Austurlandi. Árvisst verkefni kórsins hefur frá stofnun veriđ tónleikar á Arnhólsstöđum í Skriđdal til styrktar Örvari, íţróttafélagi fatlađra á Hérađi. Kórinn hefur einnig tekiđ ţátt í árlegum tónleikum til styrktar Amnesty International í Egilsstađakirkju. Karlakórinn Drífandi hefur frumflutt lög eftir heimamenn á Austurlandi, en kórfélagar leggja sig jafnan fram um ađ syngja lög sem eiga rćtur sínar ađ rekja til Austurlands.

Drífa Sigurđardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans í Fellabć, hefur veriđ stjórnandi kórsins frá upphafi, en auk ţess ađ stjórna var hún undirleikari fyrstu árin. Zbigniew Zuchowicz, skólastjóri Tónlistarskóla Vopnafjarđar, er nú undirleikari kórsins.

Formađur Karlakórsins Drífanda er Broddi B. Bjarnason.
Create a Free Website